„… freyðir þægilega með mildum og fínum bólum, ávöxturinn er þroskaður og fínn, græn epli og sítrus en líka suðrænari ávextir og það hversu gefandi og mikill ávöxturinn er gæti alveg blekkt mann að þarna séu einungis 6,3 g af sykri í lítra. Þægilega míneralískt í lokin…Frábær kaup“.
"El Enemigo þýðir bókstaflega óvinurinn og er nafnið tilvísun í innri baráttu sem allir eiga við sjálfa sig þegar er verið að reyna að stíga út fyrir þægindarammann til að ná því besta út úr manni. Þar ertu þinn eigin óvinur og eru vínin virðingavottur til þeirra sem taka þann slag og móta sinn eiginn mann, sem er mjög djúpt..." Lesa meira á vinsidurnar.is