“El Enemigo þýðir bókstaflega óvinurinn og er nafnið tilvísun í innri baráttu sem allir eiga við sjálfa sig þegar er verið að reyna að stíga út fyrir þægindarammann til að ná því besta út úr manni. Þar ertu þinn eigin óvinur og eru vínin virðingavottur til þeirra sem taka þann slag og móta sinn eiginn mann, sem er mjög djúpt…” Lesa meira á vinsidurnar.is
"Frekar kröftugt vín með sterkan keim af papriku, dökku súkkulaði, tóbaki, sólberjum og svörtum pipar. Vínið er tannínríkt og bragðgott með meðal löngu eftirbragði. Frábært með ribeye, t-bein eða feitu lambakjöti. Tilbúið að drekka núna".