Um Uva

Uva ehf. var í upphafi stofnað með það markmið að auka úrval portúgalskra léttvína í Vínbúðum ÁTVR. Auk vína frá Portúgal flytur félagið nú einnig inn vín frá Argentínu. Að baki félaginu standa ríflega 20 hluthafar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á góðum vínum og að auka vegsemd þeirra. Félagið hefur hagnaðarsjónarmið ekki að leiðarljósi heldur fyrst og fremst þá gleði sem fylgir því að njóta og kynnast nýjum vínum í góðum félagsskap.