"Ger, kex, perur, hnetur og sítrus eru mest áberandi í lykt og bragði. Eftirbragðið var langt og sýruríkt og kitlaði allann tímann. Vægt til orða tekið frábært vín.".
"Það eru spennandi hlutir að gerast í Beaujolais þessa dagana og framtíðin er björt. Ný kynslóð víngerðarmanna er að taka við keflinu af foreldrum sínum sem gengu í gegnum rússíbanareiðina sem Beaujolais Nouveau tímabilið bauð uppá og er ungdómurinn staðráðinn í að gera ekki sömu mistök og voru gerð þar." sjá nánar.
"Kraftmikið og virkilega vel heppnað vín þó það sé kannski ekki endilega dæmigert fyrir sinn uppruna. Hefur alla burði til að geymst í allavega 5 ár.".